top of page

hildur
My Vlog
FRELSISBORGIN
Ég berst fyrir frjálsu og réttlátu samfélagi – nútímalegri höfuðborg sem tryggir borgurunum valkosti milli fjölbreyttra borgarhverfa, samgöngumáta og húsnæðiskosta. Höfuðborg sem tryggir frjótt og sveigjanlegt umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki að þrífast, án íþyngjandi skattlagningar og opinberra afskipta.
Setja þarf grunnþjónustu í algjöran forgang. Minnka yfirbyggingu borgarinnar, útvista verkefnum og lækka skatta.
Það er lífsgæðamál að tryggja greiðar samgöngur í Reykjavík og heilbrigðan húsnæðismarkað á grunni séreignar-stefnunnar. Stefna þarf að skólakerfi í fremstu röð og tryggja fjölbreytta valkosti í leikskóla- og daggæslumálum.
Komum Reykjavík aftur í forystu!
Hildur Björnsdóttir
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

bottom of page


