top of page
Search


Viljandi villt og ófært
Í vikunni birtist fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026. Áætlunin gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri borgarsjóðs verði tæplega 4,8 milljarðar á næsta ári. Það verður að teljast nokkur bjartsýni enda hangir niðurstaðan á væntingum um rúmlega sex milljarða arðgreiðslur frá Orkuveitunni og fjögurra milljarða sölu byggingarréttar á næsta ári. Hér fara illa saman hljóð og mynd. Grunnþjónusta háð álframleiðslu Staða Norðuráls á Grundartanga er verulegt áfall fyrir ma


Sundabraut án tafar
Fyrstu hugmyndir um Sundabraut voru settar fram árið 1975 í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Þær voru síðar staðfestar í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 1985-2005. Árin og áratugina á eftir þokaðist hins vegar lítið í málinu. Nú hálfri öld síðar áformar Vegagerðin loks í samvinnu við Reykjavíkurborg að leggja Sundabraut milli Sæbrautar og Kjalarness. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur, stytta vegalengdir og bæta tengingar milli svæða. Ráðgert er að h


Menningarstríð í borginni
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á s


Raunsæi og skynsemi
Undanfarnar vikur hefur verið til kynningar framtíðarskipulag fyrir Keldnaland, nýtt úthverfi í austurhluta borgarinnar. Skipulagið gerir ráð fyrir 12.000 íbúum og 6.000 störfum en aðeins 2.230 bílastæðum. Áformað er að mikill meirihluti íbúa hverfisins velji sér bíllausan lífsstíl. Nýjustu ferðavenjukannanir sýna að hátt í 87% íbúa úthverfa fara til vinnu á bíl. Það er gríðarlega hátt hlutfall og sýnir glöggt þann samgönguveruleika sem blasir við íbúum úthverfanna. Það er eð


Þegar meðalmennska verður markmið
Hnignun grundvallarfærni íslenskra nemenda á síðustu tveimur áratugum er ógnvekjandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Í nýlegri skýrslu segir stofnunin stöðu skólakerfisins stefna efnahagslegri velferð okkar og lífsgæðum í tvísýnu. Meira en 40 stiga lækkun á meðaltalseinkunn Íslands í PISA milli áranna 2006 og 2022 geti dregið úr framleiðni um meira en 5% til framtíðar. Síðastliðna áratugi hefur átt sér stað varasöm þróun í skólamálum hérlendis. Rík áhersla


Svigrúm til skattalækkana
Í sjötta sinn á yfirstandandi kjörtímabili lagði Sjálfstæðisflokkur til við borgarstjórn síðastliðinn þriðjudag, að álagningarhlutföll fasteignaskatta yrðu lækkuð á bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Í sjötta sinn var tillagan felld af sitjandi meirihluta. Heildarmat fasteigna á Íslandi hefur tekið gríðarlegum hækkunum á kjörtímabilinu eða sem nemur tæpum 62%. Í ljósi þess að fasteignaskattar eru reiknað hlutfall af fasteignamati leiðir ítrekuð hækkun fasteignamats óhjákvæ


Meira fyrir minna
Í liðinni viku var borgarbúum kynnt sú tálsýn að borgin væri vel rekin. Kynntur var viðsnúningur í rekstri borgarsjóðs og hann sagður bein afleiðing af umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum síðustu ára. Vissulega er rekstrarniðurstaða borgarsjóðs jákvæð fyrir árið 2024, en þar með er ekki öll sagan sögð. Að hagræða sannleikanum Um tvö ár eru liðin frá því þáverandi meirihluti borgarstjórnar boðaði „mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Samhliða voru kynntar tillögur – um 100 tals


Baráttan um borgina er hafin
Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli siglingu í Reykjavík. Í nýlegri könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Viðskiptablaðið mælist flokkurinn með 33,9% fylgi í borgarstjórn. Við höfum skynjað mikinn meðbyr með málflutningi okkar undanliðna mánuði og ánægjulegt að fá stuðninginn staðfestan í mælingu. Heilbrigður húsnæðismarkaður Á dögunum kynnti meirihlutinn áform um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Sjónum virðist eingöngu beint að félagslegu, óhagnaðardrifnu eða öðru niðurgreidd


Hver bað um selalaug?
Eftir umrót á vettvangi borgarstjórnar síðastliðnar vikur hefur nú myndast meirihluti fimm vinstriflokka í Reykjavík. Ég óska nýjum meirihluta velfarnaðar og vona að borgarbúum verði unnið gagn næstu mánuði. Því er þó ekki að neita að samstarfið byggist á því mynstri sem mér hugnaðist síst. Ástæðurnar birtast glöggt í nýjum málefnasamningi, sem í stuttu máli er ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hugmyndir nýs meirihluta í húsnæðismálum snúa í meginatriðum


12% árangur í leikskólamálum
Í október ritaði ungur læknir áhugaverða grein í Læknablaðið. Höfundur fjallaði um þrönga stöðu á Landspítala og sagði leikskólavandann leiða af sér mönnunarvanda á spítalanum. Ungir læknar sem í auknum mæli ljúka sérnámi hérlendis vakni nú upp við vondan draum. „Martröðin er leikskólavandi höfuðborgarsvæðisins, og þá sérstaklega Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla í Reykjavík þurfa foreldrar að bíða í að minnsta kosti tíu mánuði eftir


Er enginn heima?
Fréttir úr borginni undanliðnar vikur hafa verið stöðug uppspretta válegra tíðinda. Sjaldan hafa hrannast upp jafnmargar birtingarmyndir þess að skipta þarf um meirihluta í borgarstjórn. Vöruhúsið við Álfabakka Fólk rak vitanlega upp stór augu þegar á ógnarhraða reis vöruhús við Álfabakka, sem skyggði á bæði útsýni og birtu íbúa í Árskógum. Þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni kom glöggt fram að um þjónustu- og verslunar


2.000 íbúða bráðaaðgerðir
Andvaraleysi í húsnæðismálum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun efnahagslífsins. Yfir lengra tímabil hefur efnahagsstjórn landsins að miklu leyti snúið að baráttu við verðbólgu – en frá árinu 2014 hefur húsnæðisliðurinn, sem að mestu ræðst af fasteignaverði, verið helsti drifkraftur verðbólgu. Sveitarfélög bera ábyrgð Ríkjandi skortstefna í lóðamálum borgarinnar hefur leitt af sér viðvarandi framboðsskort á húsnæðismarkaði


Tálsýn borgarstjóra
Í vikunni kynnti borgarstjóri þá tálsýn að borgin væri vel rekin. Sagði hann viðsnúning hafa orðið í rekstri borgarinnar í kjölfar umfangsmikilla hagræðingaraðgerða síðustu tveggja ára. Útkomuspá fyrir rekstur borgarsjóðs gerði nú ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu. Það sem borgarstjóri lét þó hjá líða að nefna var að allt hangir þetta á þeirri óskhyggju að Perlan seljist fyrir áramót. Að hagræða sannleikanum Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,2 mi


Snagasafarí
Reykjavíkurborg varði nýverið tæpum 12 milljónum króna í fatahengi í Álftamýrarskóla. Um svipað leyti var ákveðið að skera niður bókakaup til skólabókasafna um 10 milljónir króna, í miðri umræðu um læsisvanda barna. Sannarlega þarf að búa skólabörnum vandað umhverfi, en sveitarfélag í sífelldum hallarekstri þarf að sýna skynsemi í allri ákvarðanatöku. Þegar 12 milljónum króna er sólundað í hönnunarsnaga og tilheyrandi prjál í erfiðu rekstrarumhverfi veltir maður fyrir sér hvo


JL Gettó
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarféla


Vöxum meira!
Borgarstjóranum Einari Þorsteinssyni svelgdist að líkindum á morgunkaffinu í vikunni þegar nýleg talning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar leiddi í ljós að nú eru aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í Reykjavík. Íbúðum í byggingu hérlendis fækkar um 16,8% þrátt fyrir vaxandi húsnæðisþörf. Staðan er alvarleg. 30% árangur Í liðnum kosningum lofaði Einar kjósendum sínum uppbyggingu 3.000 íbúða árlega í Reykjavík. Rauntölur HMS sýna að hann nær einungis 30% af markmiði sínu. Ekker


Frjálsir valkostir í samgöngum
Það er lífsgæðamál að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019, en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks


Varist eftirlíkingar
Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða reks


Mynstur gjafagjörninga
Á dögunum birtist í Kastljósi Ríkisútvarpsins vönduð umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um umdeilda samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin. Varpaði umfjöllunin ljósi á þau umfangsmiklu verðmæti sem borgin færði olíufélögunum þegar þeim voru veittar ríflegar uppbyggingarheimildir á verðmætum lóðum, án hefðbundins endurgjalds. Veltum við hverjum steini Forsögu málsins má rekja aftur til ársins 2019 þegar þverpólitísk


Slóðaskapur og fúsk
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 dregur upp dökka mynd af rekstri borgarinnar. Rekstrarhalli samstæðunnar reyndist 13 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir og skuldir jukust um 50 milljarða. Þá nam halli borgarsjóðs tæpum fimm milljörðum. Reksturinn er ósjálfbær og boðaðar hagræðingar hafa engu skilað. Hvað myndir þú gera við peninginn? Rekstrarvandi borgarinnar spannar langt skeið. Ef sérstaklega er skoðað tíma
bottom of page