top of page
Search


Menningarstríð í borginni
Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Sjálfri hafa mér þótt átakalínurnar bæði undarlegar og skaðlegar enda eigi fólk að hafa frelsi og val um eigin lifnaðarhætti. Borgarhverfin og samgöngukostirnir eigi að vera nægilega fjölbreyttir svo fólk geti komist í gegnum hversdaginn, hver á s


Baráttan um borgina er hafin
Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli siglingu í Reykjavík. Í nýlegri könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Viðskiptablaðið mælist flokkurinn með 33,9% fylgi í borgarstjórn. Við höfum skynjað mikinn meðbyr með málflutningi okkar undanliðna mánuði og ánægjulegt að fá stuðninginn staðfestan í mælingu. Heilbrigður húsnæðismarkaður Á dögunum kynnti meirihlutinn áform um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Sjónum virðist eingöngu beint að félagslegu, óhagnaðardrifnu eða öðru niðurgreidd


Hver bað um selalaug?
Eftir umrót á vettvangi borgarstjórnar síðastliðnar vikur hefur nú myndast meirihluti fimm vinstriflokka í Reykjavík. Ég óska nýjum meirihluta velfarnaðar og vona að borgarbúum verði unnið gagn næstu mánuði. Því er þó ekki að neita að samstarfið byggist á því mynstri sem mér hugnaðist síst. Ástæðurnar birtast glöggt í nýjum málefnasamningi, sem í stuttu máli er ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hugmyndir nýs meirihluta í húsnæðismálum snúa í meginatriðum


Er enginn heima?
Fréttir úr borginni undanliðnar vikur hafa verið stöðug uppspretta válegra tíðinda. Sjaldan hafa hrannast upp jafnmargar birtingarmyndir þess að skipta þarf um meirihluta í borgarstjórn. Vöruhúsið við Álfabakka Fólk rak vitanlega upp stór augu þegar á ógnarhraða reis vöruhús við Álfabakka, sem skyggði á bæði útsýni og birtu íbúa í Árskógum. Þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni kom glöggt fram að um þjónustu- og verslunar


2.000 íbúða bráðaaðgerðir
Andvaraleysi í húsnæðismálum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun efnahagslífsins. Yfir lengra tímabil hefur efnahagsstjórn landsins að miklu leyti snúið að baráttu við verðbólgu – en frá árinu 2014 hefur húsnæðisliðurinn, sem að mestu ræðst af fasteignaverði, verið helsti drifkraftur verðbólgu. Sveitarfélög bera ábyrgð Ríkjandi skortstefna í lóðamálum borgarinnar hefur leitt af sér viðvarandi framboðsskort á húsnæðismarkaði


JL Gettó
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarféla


Mynstur gjafagjörninga
Á dögunum birtist í Kastljósi Ríkisútvarpsins vönduð umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um umdeilda samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin. Varpaði umfjöllunin ljósi á þau umfangsmiklu verðmæti sem borgin færði olíufélögunum þegar þeim voru veittar ríflegar uppbyggingarheimildir á verðmætum lóðum, án hefðbundins endurgjalds. Veltum við hverjum steini Forsögu málsins má rekja aftur til ársins 2019 þegar þverpólitísk


Óhrædd og afgerandi
Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag lagði Sjálfstæðisflokkur til að fallið yrði frá öllum fyrirætlunum um að færa Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun. Samhliða yrði fallið frá frekari fjárframlögum borgarinnar til rannsókna á Hvassahrauni sem mögulegu flugvallarstæði, en fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi til rannsókna árið 2024. Meirihlutinn treysti sér ekki til að samþykkja tillög


Er kominn tími á Sundabyggð?
Ríki og sveitarfélög undirrituðu á síðastliðnu ári samkomulag um uppbyggingu 35.000 íbúða hérlendis næstu 10 árin. Reykjavíkurborg skyldi...


Sundabraut án tafar!
Nú er liðin nærri hálf öld frá því fyrstu hugmyndir um Sundabraut litu dagsins ljós. Þær voru fyrst settar fram árið 1975 í tillögu að...


Að breyttu breytanda
Fjórðungur er liðinn af nýju kjörtímabili borgarstjórnar. Meirihlutinn sem felldur var í síðustu kosningum fékk framhaldslíf í boði...


Raunhæfar aðgerðir í húsnæðismálum
Ríki og sveitarfélög gera ráð fyrir uppbyggingu 35.000 íbúða hérlendis næstu 10 árin. Hlutdeild Reykjavíkurborgar í uppbyggingaráformunum...


Hafa þau grænan grun?
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi...


Stýrihópar eða lausnir
„Skipulag á snjómokstri í Reykjavík er gott í grunninn og hefur verið undanfarin ár“. Svohljóðandi var innlegg borgarstjóra í umræðu um...


Öflugri úthverfi
Sjálfstæðisflokkurinn vill að borgin verði endurskipulögð á forsendum hverfanna – á grundvelli sérstöðu þeirra og styrkleika....


Reykjavík sem virkar
Reykjavík hefur alla burði til að verða borg tækifæranna. Höfuðborgin stendur á spennandi umrótstímum sem kalla munu á breytingar....


Fimmtán mínútur
Á dögunum fullyrti forstjóri innlendrar verslunarkeðju, með 20% markaðshlutdeild á matvörumarkaði, mikil tækifæri fólgin í samspili...


Úr sveit í borg
„Hefði ég spurt hvað fólkið vildi, hefði það beðið um hraðskreiðari hesta”. Svohljóðandi er þekkt tilvitnun í frumkvöðulinn Henry Ford...


Þá fyrst náum við árangri
Brottflutningur fyrirtækja úr Reykjavík er verulegt áhyggjuefni. Fljótlega verða aðeins fjögur af tíu stærstu fyrirtækjum landsins með...


Tækfærin í lægðinni
,,Efnahagslægðin hefur afhjúpað ókosti þess að byggja afkomu heillar borgar á aðeins einni atvinnugrein – ferðaþjónustu”. Svohljóðandi...
bottom of page