PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR
Um persónuverndarstefnuna
Frelsisborgin (hér eftir „félagið") tekur alvarlega réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar þeirra og leggur sérstaka áherslu á að þær séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að vera upplýsandi um það hvaða persónuupplýsingum félagið aflar og í hvaða tilgangi það er gert, hvernig þær eru varðveittar, með hvaða hætti félagið nýtir slíkar upplýsingar, hvert upplýsingum kunni að vera miðlað og með hvaða hætti gætt sé að öryggi þeirra.
Upplýsingar um ábyrgðaraðila persónuupplýsinga
Þegar félagið vinnur persónuupplýsingar þínar samkvæmt þessari persónuverndarstefnu telst félagið vera „ábyrgðaraðili“ persónuupplýsinga þinna lögum samkvæmt.
Heimilisfang félagsins er sem hér segir:
Bræðraborgarstígur 16
101 Reykjavík
Frelsisborgin eru félagasamtök sem hafa það að meginmarkmiði að vinna að framfara- og frelsismálum í Reykjavík með það að markmiði að skapa frjálst, umburðarlynt og opið samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Félagið vinnur í samstarfi við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur (hér eftir „frambjóðandinn").
Félagið hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem þú getur haft samband við með því að senda tölvupóst á frelsisborgin@gmail.com eða skriflega á ofangreint heimilisfang.
Á hvaða lagastoð hvílir vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum?
Félagið vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum nema þar að lútandi lagastoð sé fyrir hendi. Lagastoðin kann að breytast eftir því hver tilgangur vinnslunnar er. Í næstum öllum tilvikum er lagastoðin eftirfarandi:
-
Vegna þess að félagið hefur lögmæta hagsmuni sem félag um stjórnmálalega hagsmuni af því að vinna persónuupplýsingar þínar til að reka starfsemi sína.
-
Vegna þess að félagið þarf að vinna persónuuplýsingar þínar til að hlíta lagalegum kröfum eða kröfum eftilitsaðila.
-
Vegna þess að þú hefur gefið samþykki þitt til félagsins um að vinna upplýsingar þínar í ákveðnum tilgangi.
Heimild fyrir öflun og vinnslu personuupplýsinga
Heimild félagsins til vinnslu persónuupplýsinga byggir ýmist á samþykki þeirra sem þær hafa veitt, vegna samningssambands eða af nauðsyn vegna lögmætra hagsmuna félagsins af því að geta tryggt áreiðanlega og öfluga miðlun upplýsinga um störf og stefnu félagsins og frambjóðandans.
Hvaða persónuupplýsingar vinnum við um þig og í hvaða tilgangi er það gert?
Félagið vinnur persónuupplýsingar sem þú afhendir því eins og nafn, tölvupóstfang, fæðingardag, kennitölu, kyn, símanúmer og heimilisfang. Í sumum tilvikum sækir félagið persónuupplýsingar um þig til þriðja aðila, t.d. með því að fletta þér upp í þjóðskrá í þeim tilgangi að kanna hvar þú hefur skráð lögheimili í þeim tilgangi að greina hvort og hvar þú ert skráð/ur á kjörskrá. Í öllum tilfellum vinnur félagið aðeins persónuupplýsingar í tengslum við stjórnmálastarfsemi sína.
Hvenær sendum við þér skilaboð eða höfum samband við þig?
Hluti af stjórnmálastarfi og kosningabaráttu felst í því að koma á framfæri skilaboðum um stefnu- og áherslumál félagsins og frambjóðandans. Þegar þú skráir þig á lista félagsins bjóðum við þér að skrá þig á póstlista félagsins og veita samþykki þitt við því að fá sent efni frá félaginu í tölvupósti, smáskilaboðum, síma eða bréfpósti. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka með því að ýta á tengil í tölvupóstum félagsins til þín eða eða með því að senda tölvupóst á frelsisborgin@gmail.com
Hversu lengi geymir félagið persónuupplýsingar um þig?
Félagið varðveitir persónuupplýsingar ekki lengur en nauðsyn krefur miðað við tilgang og markmið vinnslunnar hverju sinni, nema að fengnu samþykki þínu. Félagið mun t.d. ekki geyma upplýsingar um afstöðu þína til félagsins lengur en nauðsyn krefur til að auka við kjörfylgi félagsins eða frambjóðandans í tilteknum kosningum, nema að fengnu samþykki þínu.
Hvenær og af hverju söfnum við „viðkvæmum persónuupplýsingum“?
Félagið getur safnað persónuupplýsingum í samhengi stjórnmálastarfs eða framboðs, sem geta varpað ljósi á stjórnmálaskoðanir þínar. Slíkar upplýsingar geta talist viðkvæmar persónuupplýsingar en þeirra yrði einungis aflað í munnlegum eða skriflegum samskiptum við þig, sem þú hefur gefið samþykki fyrir. Dæmi um slíkar upplýsingar geta verið skoðanir sem koma fram í svörum frá þér þegar við höfum samband við þig í prófkjöri eða kosningabaráttu.
Í hvaða tilfellum vinnum við upplýsingar og frá hverjum gætum við fengið þínar persónuupplýsingar?
Við vinnum persónuupplýsingar um þig þegar þú skráir þig á lista félagsins eða þegar þú óskar eftir því að fá sendar upplýsingar um félagið. Jafnframt vinnum við persónuupplýsingar um þig í tengslum við kosningabaráttu sem samræmist tilgangi félagsins. Enn fremur kann félagið að vinna persónuupplýsingar frá þriðja aðila, svo sem Þjóðskrá Íslands, til þess að kanna skráningu þína á kjörskrá.
Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við?
Félagið vinnur um þig eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
-
Nafnið þitt, heimilisfang, tölvupóstfang, tengiliðaupplýsingar, fæðingardagur, kyn.
-
Upplýsingar um stuðning þinn við félagið, hvort þú hafir nýtt kosningarétt og hvort þú hafir veitt félaginu stuðning.
Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar þínar?
Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er að reka kosningabaráttu frambjóðandans, í þágu stjórnmálastarfs og megintilgangs félagsins.
Við þurfum að nota upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, tengiliðaupplýsingar, fæðingardag og kyn, til að geta haldið utanum lista félagsins, komið skilaboðum áleiðis til skráðra, hvatt þá til að nýta kosningarétt sinn og borið upplýsingar um þá sem eru á lista saman við kjörskrá þar sem við á.
Við getum nýtt persónulegar upplýsingar þínar til að halda uppi lagalegum rétti félagsins eða starfsmanna þess, t.d. í tilfellum sem tengjast ólöglegri starfsemi, kröfum, svikum eða áreitni.
Við getum unnið persónuupplýsingar þínar þegar við framkvæmum leitir sem tengjast beiðnum um afritun eða eyðingu persónuupplýsinga.
Með hverjum deilum við persónuupplýsingunum þínum?
Félagið deilir ekki persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila nema vegna skyldu samkvæmt lögum, fyrirmælum stjórnvalda eða dómstóla, til að geta haldið uppi vörnum vegna réttarágreinings, í samræmi við ákvæði samninga eða að undangengnu samþykki eða þegar um er að ræða aðila sem veita þjónustu sem við notum til þess að halda uppi eðlilegri starfsemi félagsins, til dæmis þriðju aðilar sem veita fjarskiptaþjónustu eða varðveislu gagna, enda sé tryggt að öll lagaskilyrði séu uppfyllt við vinnsluna.
Vinnsluaðili fær einungis aðgang að persónuupplýsingum svo fremi að trúnaður ríki um gögnin, þeim sé eytt að vinnslu lokinni, einungis nýttar í þeim tilgangi sem þeim er miðlað og meðferð þeirra hagað í samræmi við lög og reglur.
Félagið mun ekki selja persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila.
Til hvaða landa verða persónuupplýsingar þínar sendar?
Félagið kann að deila upplýsingum þínum með þriðju aðilum í löndum sem eru staðsett innan Evrópska efnahagssvæðið.
Hvernig get ég óskað eftir afriti af eða eyðingu á persónuupplýsingum mínum og hvernig legg ég fram kvörtun?
Þú getur óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af félaginu. Þú þarft ekki að borga gjald fyrir þessa beiðni nema að hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg. Félagið mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku. Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:
-
Nafn, tölvupóstfang og póstfang.
-
Upplýsingar um beiðni þína.
-
Upplýsingar sem auðvelda okkur að finna þær upplýsingar sem þú ert að óska eftir.
-
Tölvupóstfang, símanúmer eða aðrar tengiliðaupplýsingar þínar.
-
Undirskrift þína og dagsetningu beiðninnar.
Að auki biðjum við þig um að leggja fram afrit af skilríkjum útgefnum af opinberum stjórnvöldum svo sem vegabréf eða ökuskírteini. Þetta er nauðsynlegt svo að við getum staðfest hver leggi fram beiðnina. Ef þú ert að sækja um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá umboðsgjafa, vottað af tveimur vitundarvottum.
Vinsamlegast sendu beiðni þína á netfang félagsins frelsisborgin@gmail.com eða eftirfarandi heimilisfang félagsins:
Bræðrarborgarstígur 16
101 Reykjavík
Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega til:
Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland
Afturköllun samþykkis um vinnslu persónuupplýsinga
Þegar við vinnum persónuuuplýsingar sem byggja á samþykki þínu getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast hafðu samband við félagið til að afturkalla samþykki þitt með því að senda tölvupóst á frelsisborgin@gmail.com eða með bréfpósti á neðangreint heimilisfang:
Bræðraborgarstíg 16
101 Reykjavík
Hvenær á þessi stefna við?
Persónuverndarstefna félagsins á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við félagið. Þar með talið er þegar við notum persónuupplýsingar til að senda þér skilaboð um félagið og frambjóðendur þess.
Breytingar á þessum skilmálum
Félagið getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu svo að hún endurspegli sem best hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram á hverjum tíma. Félagið getur sett tilkynningu á vefsíðu sína eða miðlað til þín með öðrum hætti þegar persónuverndarstefnunni er breytt. Þú getur skoðað nýjustu útgáfu persónuverndarstefnu okkar á þessari síðu.
Frelsisborgin