top of page

Frystum fasteignaskatta strax

Sjálfstæðisflokkurinn vill fyrsta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði strax.


Reykvísk heimili glíma nú við verðhækkanir á hinum ýmsu nauðsynjavörum. Verðbólgudraugurinn er genginn aftur – með tilheyrandi áskorunum fyrir heimilisbókhaldið. Sótt er að ráðstöfunarfé heimilanna úr fleiri áttum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 1%. Reykvíkingar allir munu finna fyrir því hundsbiti í formi hærri afborgana af húsnæðislánum sínum. Þeir sem yngri eru munu eiga erfiðara með að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn.


Orsakir verðbólgunnar og hækkandi vaxta eru margvíslegar, en staðan á húsnæðismarkaði vegur þar þungt – eins og Seðlabankastjóri kom inn á í ræðu sinni í gær. Reykjavíkurborg hefur einfaldlega mistekist að sjá til þess að framboð húsnæðis haldi í við fyrirsjáanlega fjölgun íbúa í borginni, sem meðal annars má finna í mannfjöldaspám Hagstofunnar.


Nú þegar heimilin í borginni finna fyrir útgjaldaaukningu í hverju horni, þarf Reykjavík að leggja sitt að mörkum til að tryggja fyrirsjáanleika í heimilisbókhaldinu. Fasteignaskattar hafa hækkað ár frá ári samhliða hækkunum á fasteignamati – oft á tíðum í litlu samræmi við raunverulegt verðmæti húsnæðis. Borgaryfirvöld hafa það í hendi sér að ákvarða fasteignaskatta árlega, og geta einhliða lækkað skattprósentu til að mæta hækkunum á fasteignamati. Krónutalan sem heimilin greiða yrði því sú sama út næsta kjörtímabil.


Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólkinu í borginni þegar skóinn kreppir. Við viljum frysta fasteignaskattana strax á nýju kjörtímabili, draga úr álögum á heimilin og koma til móts við fólkið í borginni.




Comments


bottom of page